top of page

Fjarðabyggð
12 - 14 október 2018

FF2

2018

FULLTRÚARRÁÐSFUNDUR RT & LC

GISTING:

Mjóeyri

Boðið er upp á gistingu í smáhýsum og í 1-3 manna herbergjum í íbúðarhúsinu.

mjoeyri@mjoeyri.is

Hótel Eskifjörður

Hótelið er í næsta húsi við Valhöll en þar verða bæði föstudags- og laugardagspartýin og annar fundurinn. 

Þar eru í boði tveggja manna herbergi og eitt fjögurra manna herbergi.  Einnig mögulegt að bæta aukarúmi í einhver herbergi sé þess óskað.

info@hoteleskifjordur.is

Gistiheimilið Askja

Boðið er upp á gistingu í 2-3 manna herbergjum. Morgunverður er ekki innifalinn en eldunaraðstaða er á staðnum.  Í sama húsi er Thailenskur veitingastaður.

Best er að bóka herbergi í gegnum heimasíðuna og muna afsláttarkóðann sem er gefinn upp þar, afsláttur verður 20% af uppgefnu verði í október.

Gistihúsið Kaffihúsið

Boðið er upp á gistingu í 1, 2 og 3 manna herbergjum.  Morgunverður er innifalinn í verði.  Í sama húsi er aðal bar bæjarins og stutt er í sundlaugina. 

Best er að bóka herbergi í gegnum heimasíðuna og muna afsláttarkóðann sem er gefinn upp þar, afsláttur verður 20% af uppgefnu verði í október.

Austrahúsið

Húsið leigist í einu lagi.  Á efri hæð eru 2 stór herbergi.  Niðri er stórt opið rými, eldhús, 1 herbergi og afstúkað skot sem hægt er að nota sem herbergi.  Í húsinu eru 2 rúm sem eru 160x200, 2 rúm sem eru 120x200, svefnsófi og ca 16 misgóðar dýnur.  Hugsanlega verða komin fleiri rúm í haust en ekki hægt að lofa því. Gestir verða að koma með sængur, kodda og rúmföt sjálfir.

Húsið leigist á 27.000 kr í 2 nætur og 36.000 í 3 nætur.  Gestir gangi vel frá eftir sig og þrífi við brottför.

Húsið er í nokkurra metra fjarlægð frá Valhöll en þar verða bæði föstudags- og laugardagspartýin og annar fundurinn.

austri.eskifirdi@gmail.com

Hótelíbúðir

Boðið er upp á gistingu í íbúðum og tveggja manna herbergjum.

Best er að bóka gistingu í gegnum heimasíðuna.

Einnig er ýmis gisting í boði á Reyðarfirði (í 15 km fjarlægð) og á Neskaupstað (í 22 km fjarlægð) fyrir þá sem verða á bíl.

 

Boðið verður upp á skutlþjónustu á fund á laugardagsmorgni og í bæði partýin frá helstu gististöðum sé þess óskað.

Endilega takið fram við bókun að þið séuð að mæta á Fulltrúarráðsfund.

bottom of page